ship

Welcome to -


Vesturfarinn

Vesturfaramistöð Austurlands


East Iceland Emigration Center
Kaupvangur 2, 690 Vopnafjörður, Iceland


Hver erum við?

Vesturfaramiðstöð Austurlands
eru félag með áhuga á sambandi

við afkomendur vesturfarar
sem fóru að austur- og norðaustur
Íslandi (sérstaklega Vopnafirði,
Norður- og Suður-Múlasýslu og
Þistilfirði) eftir Öskjugos 1875.

Nýustu fréttir...Maí 2012
"Til hamingju með daginn!"

Vesturfaramiðstöð Austurlands / East Iceland Emigration Center var stofnuð í maí 2002. Á aðalfundinum var ákveðið að halda upp á 10 ára afmæli okkar með því að hafa opið hús á 19. og 20. maí 2012.

Ágústa, sem að rekur Kaupvangskaffi, bauð okkar að nota salinn í kaffihúsinu, og nokkrir duglegir mættu á föstudaginn til þess að færa ættfræði-tengt "dót og drasl" og raða því upp á borð fyrir fólk að skoða og gramsa. Það var líka ákveðið að varpa myndum á smyndvarpstjaldið - myndir tekinar 2011 þegar fólk frá Austurlandi fór til Manitoba og Norður Dakota. Svo var "límd" upp nokkur veggkort af svæðum þar sem Íslendingar voru búsettir (kennaratyggjó er alltaf nothæft!).

Við vorum mætt í gær, og það var virkilega gaman að skoða myndir, spalla saman um Gimli, Mountain, fólk sem við hittum þar, hugsa um að fara aftur bráðum... Auðvitað var nóg af kaffi á könnunni!!

Eins og allir vita núna á þessum dögum, baukurinn fyrir frjáls framlög er alltaf nálægt gestabókini - jafnvel klink er vel þegið! Okkar gestir í dag voru sérstaklega góðir við okkar - auk þess að vera mjög skemmtilegt fólk til að spjalla við!!

- Það væri gott að sjá þig. En opið hús er ennþá í dag - sunnudag, 20. maí.Apríl, 2012 -
Aðalfundur 2011

Aðalfundur "Vesturfarans" 2011 var haldin miðv., 25. apr. í Vesturfarastofu á Vopnafirði. Allt fór fram eins og búast mátti við þegar Íslendingar eru annarsvegar: skýrsla fórmanns, skýrsla ritara og skýrsla gjaldkera - allt samþykkt án móttmæla!! - Einn af nýju í félögunum sagði, "Alveg eins og þið viljið! Við erum meira en ánægð að láta ykkur sjá um þetta allt saman, við skulum klappa fyrir því að þið stjórnarmenn eruð svo dugleg!!"

Æ, það væri gott ef það væri alltaf eins einfalt að vera í stjórn! ...Kannski eftir næstu kosningar, hvar sem að við búum og kjósum!

Félagar völdu þrjá í stjórn og áttu þeir að skifta með sér verkum fyrir komandi ár, og hittast seinna til að gera það. - Sem þýðir, eins og ykkur er fullkunnugt um: "Nei, þú tekur þetta starf, þú ert betur stödd...Jæja, allt í lagi, ég tek þetta verkefni. Erum við öll ánægð núna? Förum heim!"

Niðurstaðan var svo eftir átakalítinn fund: formaður Vesturfarans er Cathy Josephson, ritari er Ari Sigurjónsson, og Ari Hallgrímsson passar klinkið.

Sum af þessum nöfnum eru kunn bæði austur um sem og vestur. Cathy, fædd og alin upp í gömlu "Minnesotabyggð" s.s. Minneota, Minnesota svæði, hefur búið í Vopnafirði síðan 1995. Ari Sigurjónsson býr í þorpinu, en er að vinna annar staðir (notar frístundir til að vinna frábæra hluti fyrir okkur!). Ari Hallgrímsson er á eftirlaunum - sem sagt, meira upptekinn en áður, eins og flest eftirlaunafólk er. Hann hefur mikinn áhuga á öllu sem er gamalt, lifandi og dauðu, og er hann er með vefsíðu sem hægt er að skoða og um þar er hægt að sjá nýjustu veður lýsingu á staðnum. Ef ekkert nýtt er á síðunni, þá er hann á flakki!!meira

Mynd af óþekktri fjölskyldu!

fjölskylda


Kannast þú við þetta fólk?
Myndin var tekin í Glenboro, Manitoba.

Klikka hér til að sjá myndina stærri.Hafa samband
við okkur með...

Spurningar?
Svör!
Upplýsingar:
- um vesturfaraárin
- um vesturfarana

 
Gjafir:
- í myndaalbum okkar
- bréf
fjölskyldusögur, o.s.fl.

 
Tölvupóst:
Vesturfarinn

 

Sími:

354-473-1200
 
Póstur:
Vesturfaramiðstöð Austurlands
Kaupvangur v/Hafnarbyggð
690 Vopnafjörður, Ísland

Hvað gerum við?

Við bjóðum upp á ættfræði-þjónustu, aftur í tímann í leit að ættingjum, og tengingu við fólk í dag sem er að leita að ættar-tengslum. Við bjóðum einnig upp á aðstoð við að undirbúa heimsókn til Íslands þar sem fólk getur hitt sína ættingja hér og komist á sínar ættarslóðir.

Af hverju?

Að því að...
...á hverju ári, vesturíslendingar frá Kanada, Bandaríkjunum - stundum jafnvel frá Brasilíu - koma til Vopnafjarðar og Austur-lands. Vesturfaramiðstöðin hjálpar fólki þegar það kemur í heimsókn til síns gamla ættarlands.

Fólk kemur stundum eitt, í litlum hópum, og stundum fjölskyldu-kynslóðir. Fólk kemur með sögu sinnar fjölskyldu með ættartöluna, með fjölskyldumyndir - nánast alltaf með góðar grunnupplýsingar um fólk og staði.

Og þau hafa það á tilfinningunni að þau séu að snúa heim. Þau standa á sínum upprunastað, líta á umhverfið, fjöll, ár og vötn, jafnvel með tárin í augunum.

Þess vegna!


Hvernig?

Með því að kanna fortíðina... Það eru nóg af verkefnum framundan. Það er mjög langur tími liðinn síðan þetta fólk fór vestur, og það er löng leið á milli, og fleiri en 25,000 manns sem fóru...

"Farinn"...

En Íslendingar eru þekktir fyrir að halda utan um allar upplýsingar, og þess vegna er okkar vinna auðveldari til að finna hvort annað aftur: fjölskyldusögur, manntal, kirkjubækur, gamlar myndir sem voru sendar til ættingja og vina á Íslandi.

Með því að vera hér í dag...  Á hverju ári, afkomendur vesturfarana koma til Íslands til að kanna rætur sínar - og finna þá staði sem að afi og amma bjuggu á. Við erum tilbúin að hjálpa þeim að finna gamla bæinn, kannski hitta einhverja ættingja, allavega munum við eignast nýja vini.

Leita að upplýsingum hér að neðan.

Fyrir neðan eru tenglar fyrir nokkrar upplýsingar
sem eru í okkar safni:

Ísland á 19 öld

Vesturfarar

Jökuldalsheiðin og byggðin þar     -Nýar myndir!!

Minnesotabyggð

Bréf frá Dagverðagerði

drengur

Ekki missa af Vesturfaraalbuminu!

Byggðarskráning     -Nýtt efni!!

Vesturfaramyndasafn

 

Til baka

Free Site Counter
Free Site Counter