Vesturfarinn   -     

Dagverðagerði
20 nóvember 1910

Kæri frændi minn!!

Mínar innilegustu þakkir er þetta blað færa þér fyrir nýlega meðtekið gott bréf frá þér. Og einnig þakka ég alla fyrirhöfnina með að hafa upp á systrum Vilborgar. Gróa skrifaði mér og sendi 35 dollara frá báðum nóg um það. Ég man ekki um hvert leiti ég skrifað þér í vor, líklega ekki þessum glóðheitu vandræðum. Ég ætla því ekki að endurtaka þessi hörmungu tjón síðan var allatíð stríð framan af enn á endanum verið gott gras ágæt tíð í september-október.

Mundu að brenna og skrifa aftur bráðum. Þeirra sem að þrái að frétta af ykkur og er kom sama...(ólæsilegt)

Svo heyskapur var í meðallagi en menn lóguðu voðalega í haust. Það kom maður frá Belgíu og breytti prísinn svo það var viðkunnanlega. Hann gaf 18-20 fyrir stikkið, og borgaði út í hönd. Það lá við að það færi góður bit í hundskjaft "í var þar sem frænka þín var" en það raknaði furðanlega fram úr því. Ég hafði ekki nema Eika minn í sumar og engar fráfærur eina vinnukona og Fríður. Svo var Vilborg hér en ég fékk eitthvað með henni. Ég tók kaupamann til að hjálpa hinum úr túninu svo heyjaði hann alvel nú hef ég á heyjum nálega hundrað kindur, 3 kýr, 3 hestar...

...minnkaði töluvert skuldir í haust og líður því þolanlega hef tvö húsmennskur svo það er fullur bærinn af fólki samt. Eika minn er á Eiðum í vetur, en Hallur Einarsson er hér í vetur, og hér með mér og líkar mér vel við hann svo er víst búið mitt ævintýri. Og ætla ég nú að reyna að svara einhverju af þínum spurningum. Þú segir að það hafið verið skrifað vestur að það sjóði á fólki á Vopnafirði ég hef ekki heyrt það, en það getur verið fyrir því. Það var á tímabili að mér fannst flestar bjargir bannaðar. Þú spyrð um Sólveigu.

Skrifað á hliðinni:Ég vona að þú látir mig ekki gjalda minnar heimsku heldur skrifi mér þó þetta bréf sé ómerkilegt.

Hún er komin til nöfnu sinnar að Gróarseli og átti víst engar kind sem fór með Stefáns fé. Eiríkur Hjörleifsson átti 10 kindur. Þau voru nýkomin til hans, foreldrar hans og hann. Ég veit nú varla vel um ástæður Stefáans, en hann er ósköpin öll skuldugur. Hann á eftir 100 ær með lömbum í vor og það lifði á þeim öllum því féð var vænt hjá honum og var víst eitthvað tvílembd. Svo tók nálægar sveitin dálitið þátt í því. Svo tók nálægar sveitin dálitið þátt í þv&#237. Jökuldalur og Fljótsdalur gáfu Elíasi, en Fell og Tunga Stefá í haust. Ekki veit ég hvað þau hafa fengið mikið upp í skaðann.

Þar næst spyr þú um Nínu frænku. Henni líður vel, minnsta kosti sést ekki annað eða heyrist þegar maður kemur til hennar. Hún hefur alla tíð farþénustu og kennir stúlkum. Hún á fjóra drengi, Jón og Eyþór, Eirík og Helga. Eika minn hefur nafna sinn, Helga systur hennar er gift Sigurvini bókhaldara hjá Sigurði í Framtíð. Svo spyr þú hver verður prestur okkar. Ég vona að það verði séra Einar minn. Hann flutti að vísu í sumar snemma í ágúst með fólk sitt og eitthvað af fjármunum en hann þjónar hér og er hér eins mikið og er haldið að hann kunn illa við sig í neðra en lítið talar hann um það. Þau er bæði í efra núna, því séra Jakob var veikur og liggur nú á líkbörum. En kona hans er meðvitundarlaus, búin að vera það allt þetta ár í einhverju móki en ekki með þjáningum. En þvagteppa varð til að gjöra enda á líf séra Jakobs. Vigfús kom heim í sumar útlærður lögfræðingur, svo fóru þau öll suð í haust. Vigfús átti von á einhverri atvinnu og Jakob fór í fjórða bekk í Latínuskóla, en Sigurður í kennaraskóla. Seinni vetur (hans) þar...

...og Ingibjörg Halldórsdóttir í verslunarskóla. Hún er gáfuð og hagmælt, svo það er nú ekki nema Ingigerður heima hjá foreldrum sínum í vetur. Aldrei hef ég heyrt eitthvað um það að séra Einar hafi farið um fyrir þínar aðgjörðir. Ég vissi það frá því að hann var ábyrgðarmaður fyrir einhverju, en ég held að pötnunarfélagið hafi kvalið hann mest af öllu, og riðið honum að fullu, en það hefur óefað veri&#240 augnabliksyfirsýn hans a&#240 sækja um Borgarfjörð sem hann alla tíð iðraðist yfir og dregur engar dulur á þegar hann heilsar upp á. Þá af staðnum er sagt að hann hafi lýst því yfir að það væri það mesta nauðungaspor sem hann hefði stígið á ævinni og heyrt hef ég sagt að þær mæðgur hafa aldrei farið þar í kirkju. Það (?) smið Desjarmýri þeir hrúguðu upp 9 álna langri og 5 álnabreiðri þrep baðstofu handa þeim.

Ég held helst að það hafi orðið lítið úr öllum fögru loförðum þeirra þegar þeir voru að túlka hann til sín. Ég held að það fari svo að þau fái að sjá með í spretta og ranga beiðið á Ásgrími minnsta kosti varð séra Jakob svo gamall að þekkja það!!

Jæja nú er nóg sagt um náungan.

Skrifað á hliðinni: Segðu mér allt sem þú veist um Helgu frá Rangá - hvað er hún að gera vestur við haf.

Þú ert að spyrja frá Gerði. Þau liður allvel þar er nú farið að fækka um heimasælu og náttúrulega minka um gestagang umlei&#240!! Það er nú ekki heima nema Guðlaug. Anna býr á Seyðisfirði með Jóni Jónssyni og Kata er hjá henni í vetur og gengur á verkstæði.

Gunna býr á Ósi í Hjaltastaðaþinghá með Guðna syninum en Þórey býr á horni úr Sléðbrjót með sínum Skagfirska manni. Hún er langt fátækust af þeim og heilsulítil en allar álita að hún hafi verið þeirra gáfuðust og eru þær þó allar prýðilega gefnar eins og þú manst. Sigmundur er ósköp farin að halda sér til baka. Það náttúrulega gengur nú heldur af honum og þau eru bæði lasin oft og rétt aldrei í neinu ferðalagi, og ég fer ekki til að finna þau nema svona einu sinni á ári. Ég ferðast mjög lítið nema til kirkju og þó er það nú alla tíð að strjálast. Seint í sumar kom hér einn gestur sem ég hefði gaman af. Það var Borghildur ekkja Páls Ólafssonar. Hún var hjá mér nótt, svo for ég með henni upp á Hallormsstað og skemmti mér ágætlega með henni. Ég er hreint hissa hvað hún heldur sér. Hún er hjá Helga Sveinssyni og Möggu systir hans...

...og sagði sér líða mjög vel hjá þeim. Begga er allatíð út í Kaupmannahöfn og Bjössi í lagaskóla. Hún sagðist ekki mundi lifa það að komast í hornið til þeirra þó hún allatíð þráði það. Helst fannst mér að hún óska að B. fengi embætti á austurlandi því þar eru hennar kærustu endurminningar. Það voru nógu gaman fyrir þig að skipta bréfum við Ragnhildi. Hún gæti kannski sagt þér eitthvað kjarnmeira en ég hef tak á. Hún fylgist vel með í öllum landsmálum og þú þekkir nú sálina að ekki verður henni orðskortur. Ég hef svo fjarska gaman að finna hana ég hef ekki skemmt mér eins vel í mörg ár. Hún var líka svo innilega alúðleg, blessuð manneskjan. Nú er ég víst þrotin á efni og þá man ég að nýkomin er læknir Óskar Ólafur Lárusson Pálssonar hómópata, hann legir á Eiðum og kennir skólapiltum heilsufræði. Hann er lítið reyndur en þó það er sagður viðfeldinn maður. Þá er nú víst allt til tínt sem ég get ímynda mér að þig fisi að heyra.

Berðu kveðja mína öllum sem mig þekkja þarna í kringum þig. Þá líklega helst Ólafi og Jóhannesi. Segðu mér fréttir af Stefáni syni Eiríks Hallssonar. Vertu svo með konu og börnum Guði falin af þinni frænku -

 

Kristbjörg Jónsdóttir


Þetta bréf var skrifað til ættingja í Kanada. Hafa samband til að fá meiri upplýsingar: Vesturfarinn

Fara til baka á "Heim", eða halda áfram að skoða:
  Heim  
Vesturfaramyndasafn Ísland á 19 öld Vesturfarar
Minnesotabyggð Byggðarskráning Jökuldalsheiðin og byggðin þar